Werbung
 ⇄Suchrichtung
 Übersetzung für 'Babylon' von Isländisch nach Deutsch
fornl.landaf.saga
Babýlon {kv} {hv}
Babylon {n}
1 Übersetzung
Neue Wörterbuch-Abfrage: Einfach jetzt tippen!

 ⇄ 
Übersetzung für 'Babylon' von Isländisch nach Deutsch

Babýlon {kv} {hv}
Babylon {n}fornl.landaf.saga
Werbung
Anwendungsbeispiele Isländisch
  • Kom hann fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: The A-Team, Matlock, Babylon 5 og Sex and the City.
  • Star Trek og Babylon 5 sýna sýn höfunda þeirra þáttasería á framtíð mannkynsins.
  • Alexander hélt lengra í austur, þangað sem nú eru Afganistan og Pakistan, allt að Indusdalnum, og 326 f.Kr. hafði hann náð til Punjab-héraðs. Hann hefði getað lagt leið sína niður meðfram Ganges til Bengal hefði ekki herinn, sem var fullviss um að hann væri kominn að endimörkum heimsins, neitað að fara lengra. Alexander sneri aftur nauðugur viljugur og lést úr hitasótt í Babýlon árið 323 f.Kr.
  • Rastafari er hreyfing með ýmsar greinar og skoðanir og er oft eingyðistrú sem að gengur út á að tilbiðja og treysta á Guð sem að þeir kalla Jah en það kemur af orðinu Jahve eða Jehova. Jah kemur fyrir í sálmi 68:4 í Biblíu Jakobs konungs. Rastar telja Jah vera samblöndu af hinni heilögu þrenningu en það eru faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi. Telja flestir Rastafarar Haile Selassie vera annað hvort Jesú eða Guðs endurborinn. En samkvæmt Leonard Howell var Haile Selassie I vera réttborinn konungur heimsins. Þeir sem aðhyllast rastafari telja Zion (það er oft hugsað sem Afríka þá aðallega Eþíópíu) vera landið sem þeim var lofað, en Zion er einnig andlegur bústaður Guðs sem trúaðir hafa aðgang að sama hvar maður er. það er fyrirheitna landið. Til að geta fengið það þurfa þeir að hafna óréttlæti og kúgun sem sumir kalla vestræna hugsun og menningu. Babýlon er í huga rasta óréttlæti og kúgun í pólitík eða öðru hvar sem hana er að finna en ekki endilega eða einungis hinn vestræni heimur , en í Biblíunni er minnst á Babýlon sem heimili óréttlætis. Margir telja vesturlöndin óréttlát út af því að þau hafa haldið hinum venjulega íbúa Afríku og annarra niðri. Binghi er ákveðin hátíð sem að Niyabinghi og aðrir Rastar halda. Hún felur í sér það að singja, dansa, borða og reykja kannabis. Á þessum tyllidögum þeirra þá fara þeir með litla bæn sem svipar til faðirvorið einnig fara þeir einnig með litla bæn áður en þeir kveikja í pípunni. Þessi hátið er haldin á nokkrum mismunandi dögum en allir hafa þeir eitthvert mikilvægi annað en að binghi sé haldið.
  • Babýlon var fornaldarborg í Mesópótamíu, en leifar hennar má enn sjá í borginni Al Hillah í Babilfylki, Írak, um það bil 80 km frá Bagdad. Í Babýlon voru garðar sem venjulega eru nefndir Hengigarðarnir í Babýlon.

  • Nestoríönsku kirkjurnar hafa patríarka í Jerúsalem og Katholikos Patríark í Babýlon (Bagdad).
  • Alexander hélt lengra í austur, þangað sem nú eru Afganistan og Pakistan, allt að Indusdalnum, og 326 f.Kr. hafði hann náð til Punjab-héraðs. Hann hefði getað lagt leið sína niður meðfram Ganges alla leið til Bengal hefði ekki herinn, sem var fullviss um að hann væri á endimörkum heimsins, neitað að fara lengra. Alexander sneri aftur nauðugur viljugur og lést úr hitasótt í Babýlon árið 323 f.Kr.
  • Hammúrabí (akkadíska: úr amorísku "ˤAmmurāpi", „Ættingin er læknir“ ("ˤAmmu" „ættingi í föðurætt“ + "Rāpi" „læknir“)) var sjötti konungur Babýlon. Hann lagði Súmer og Akkad undir sig og batt enda á síðasta súmerska konungsveldið frá Isin og lagði þar með alla Mesópótamíu undir Babýlon. Hann var fyrsti konungur Babýlóníu sem hann ríkti yfir frá 1792 f.Kr. þar til hann lést 1750 f.Kr. Hann er þekktastur fyrir lög Hammúrabís sem voru höggvin í stein og stillt upp á áberandi stað, þótt fáir gætu lesið þau. Lögin eru elsta þekkta dæmið um heildstæða löggjöf.
  • Alexanderssalur (Alexandersalen) er nefndur eftir marmara loftrönd Bertel Thorvaldsen, „Alexander mikli kemur til Babýlon“. Loftröndin var gerð fyrir seinni Kristjánsborgarhöll og hlutar hennar lifðu eldinn af. Þeir hlutar voru síðar gerðir upp og festir í þessum sal. Salurinn er notaður fyrir smærri móttökur og opinbera kvöldverði, oft í tengslum við heimsóknir ríkisins.
  • Hengigarðarnir og veggirnir umhverfis Babýlon voru byggðir af kónginum Nebúkadnesar II, að því er talið er um 600 f.Kr. Babýlon var forn borg í Babýlóníu, sem var ríki eða fylki í Mesópótamíu til forna, sem var um það bil þar sem Írak nútímans er.

  • Zenon frá Tarsos (forngríska: Ζηνων) var stóískur heimspekingur og nemandi Krýsipposar. Hann tilheyrði tímabili miðstóuspekinnar. Zenon nam ásamt Díogenesi frá Babýlon og Antípater frá Tarsos.
  • Hann komst til valda tvítugur, þegar faðir hans var myrtur. Þá þegar hóf hann að stækka veldi sitt. Hann hélt því áfram til æviloka, en hann lést úr hitasótt í Babýlon árið 323 f.Kr., aðeins 32 ára að aldri.
  • Í Gamla testamentinu er hugtakið „messías“ upphaflega notað um konung Ísraela og æðsta prest. Úr þeim erfiðleikum sem gyðingar lentu í (við fall Norðurríkisins og þrældóminn í Babýlon) skapaðist spá um komandi konung og frelsara. Tími messíasar yrði Guðs ríki. Spádómurinn var ekki bundinn einni persónu heldur nýjum tíma, frelsi úr neyð og fullkomnu réttlæti. Spámenn gyðinga sáu margsinnis fyrir komu messíasar.
  • Listinn er fyrst og fremst að upphefja grísk byggingarafrek, aðeins tvö undrin á listanum eru ekki þaðan, þ.e. Hengigarðarnir í Babýlon og Vitinn í Faros. Þar sem Risinn í Ródos stóð í aðeins 50 ár gátu fáir af þeim sagnariturum sem sögðu frá undrunum sjö séð hann í raun. Þess vegna var Antipater með Ishtarhliðið í hans stað í fyrstu útgáfu af hans lista. Aðrir eldri listar hafa t.d. tekið Veggi Babýlons.
  • Elsta minjar um glerjaðar steinhleðslur er frá elamisku musteri sem var menning á svæði sem nú er í Íran. Það musteri er talið frá 13. öld fyrir Krist. Glerjaðir og litaðir múrsteinar voru notaðir í lágmyndir í Mesópótamíu til forna og er þar hlið Ishtar í Babýlon þekktast en það er frá um 575 fyrir Krist.

  • Babýlónía var fornt ríki og menningarsvæði í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Ríkið var stofnað af akkadískumælandi Amorítum um 1894 f.Kr. í kringum bæinn Babýlon. Babýlon varð höfuðborg Fyrsta Babýlóníuveldisins og ríkið stækkaði mjög í valdatíð Hammúrabis á fyrri hluta 18. aldar f.Kr.
  • Nabúpólassar lést í ágúst árið 605 f. Kr. og Nebúkadnesar sneri aftur til Babýlon til að taka við völdum. Næstu árin einbeitti hann sér að því að ná stjórn á austur- og norðurlandamærum veldis síns og árið 549/5 f. Kr. var gerð stutt en alvarleg uppreisn í Babýlon sjálfri.
  • Plóma (fræðiheiti "Prunus prunus") eru fremur lítil aldin af ferskjuætt (Prunus). Þær eru upprunnar í Asíu og er talið að þær hafi verið ræktaðar í Hengigörðunum frægu í Babýlon. Þær bárust snemma vestur á bóginn um Sýrland til Grikklands og Rómaveldis. Forngríska nafnið "proumnon" er líklega komið úr einhverju austrænu tungumáli og úr því urðu til heiti eins og sveskja (e. "prune") og önnur skyld en í germönskum málum breyttist pr-hljóðið í pl- (plum, pflaume) og raunar í bl- í dönsku (blomme). Á íslensku hefur ávöxturinn verið nefndur plóma.
Werbung
© dict.cc Icelandic-German dictionary 2024
Enthält Übersetzungen von der TU Chemnitz sowie aus Mr Honey's Business Dictionary (nur Englisch/Deutsch).
Links auf das Wörterbuch oder auch auf einzelne Übersetzungen sind immer herzlich willkommen!